
Takkalás
Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana
í ógáti velurðu
Valmynd
og ýtir síðan á *
innan 3,5 sekúndna til að læsa tökkum
símans (takkaborðinu).
Takkaborðið er opnað aftur með því að
velja
Úr lás
og ýta á * innan 1,5 sekúndna.
Sláðu inn lykilnúmerið ef beðið er um það.
Þegar takkarnir eru læstir er símtali
svarað með því að ýta á hringitakkann.
Takkarnir læsast sjálfkrafa þegar lagt er á
eða símtali er hafnað.
Frekari eiginleikar eru sjálfvirkur
takkavari og öryggistakkavari.
Sjá
„Sími“, bls. 15.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann
að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.