
Forrit þriðja aðila
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að
hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki
tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða
hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia
tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara
forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða
efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju
aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN
ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR
ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI
SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN
VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG
VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM
EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á
EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR
NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN
EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM
RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.