Nokia 3720 classic - Ending

background image

Ending

Tækið er hannað fyrir erfiðar aðstæður.

Það er prófað og vottað samkvæmt

alþjóðlega staðlinum IEC 60529/level IP54

varðandi raka- og rykvörn og samkvæmt

IEC 60068-2-27 varðandi höggvörn.
Aukabúnaður sem á að nota með þessu

tæki uppfyllir ekki sömu eiginleika um

endingu, raka- eða rykvörn og tækið sjálft.

Til dæmis má einungis nota hleðslutæki í

þurru umhverfi. Þau ætti aldrei að nota

rök eða blaut.
Notkun tækisins í bleytu eða ryki

Rakavörn merkir aðeins vörn gegn

venjulegu, hreinu vatni. Tækið má

ekki komast í snertingu við annars

konar vökva. Til dæmis má tækið ekki

komast í snertingu við sjávarvatn,

drykkjarvörur, leðju eða fljótandi

efnablöndur eða hreinsiefni.

Ekki má láta tækið fara á kaf í vatn.

Ekki má láta tækið komst í snertingu

við heitt vatn.

Hafi tækið blotnað skal þurrka það

með þurrum klút. Hafi það komist í

snertingu við saltvatn eða annan

vökva skal strax úða hreinu vatni yfir

tækið. Þurrka verður tækið varlega

með klút.

Aldrei skal setja neitt í samband við

tengin neðan á tækinu ef þau eru

rykug, blaut eða rök. Til dæmis má

aldrei hlaða tækið þegar tengin

neðan á því eru blaut eða rök. Aldrei

skal beita afli við að setja eitthvað í

samband við tengin því að þá getur

tækið orðið fyrir skemmdum.

Áður en bakhliðin er opnuð (1) skaltu

hreinsa og þurrka tækið til að hvorki

vatn né ryk komist inn í tækið og

opnaðu tækið aðeins á þurrum og

hreinum stað. Tryggja skal að innri

búnaður tækisins og þéttingar

bakhliðarinnar (1) séu þurrar, hreinar

og lausar við alla aðskotahluti.

Aðskotahlutir eða ryk geta skemmt

vatnsþéttingarnar.

Ef tengi eru rykug verður að hreinsa

þau vandlega fyrir notkun. Við

hreinsun á tengjum neðan á tækinu

og svæðinu þar í kring geturðu opnað

tengilokið (2) neðan á tækinu og úðað

varlega svolitlu vatni á tengin til að

rykhreinsa þau. Þurrkaðu tækið og

svæðið í kringum tengin vandlega

með þurrum klút. Tengin verða að fá

að þorna vel að innan. Settu aldrei

neina hluti inn í tengi eða svæðið þar

í kring.

1 Bakhlið

2 Tengilok

Ending

5

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

5

background image

Viltu gera tækið tilbúið til

notkunar? Þú getur reitt þig

á styrkleika þess og

endingu, jafnvel við erfiðar

aðstæður.